B – Be – Bee – By – Bí – Bý – بي

Hljóðverk, gjörningur og innsetning. Sýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi og var hluti af Plan B Art Festival.

Til að sjá verkið þurftu áhorfendur að fara inn í túristabúð Landnámssetursins og þaðan upp stiga líkt og þeir ætluðu að sjá sögusýningu um landnám Íslands. En þess í stað gengu þau einni hæð ofar.

bb
bbbbbbbbbInnsetningin samanstóð að nokkrum tugum stóla og rauðra og grænblárra ljósa. Í gjörningnum hélt ein manneskja á tveimur glerílátum með vatni. Lýsingin í rýminu varpar á gólfið ljós/skuggamyndum af vatninu í glerílátunum. Manneskjan færði sig lötur hægt um í rýminu og kom sér fyrir inn í innsetningunni og var þá kjurr um tíma en hendurnar skulfu og hreyfðust hægt svo ljós/skuggavarpanirnar voru á mikilli hreyfingu. Gjörningurinn stóð yfir í 42 mínútur í senn – eða sem nemur lengd hljóðverksins.
bbbbbbbb

bHljóðverkið B – Be – Bee – By –Bí – Bý – بي  er leikur að tungumálum þar sem ein mannskepna ferðast um mismunandi staði í stórborg og sí endurtekur með rödd sinni hljóðið . Það hljóð hefur ólíkar merkingar eftir á hvaða tungumáli og í hvaða samhengi það er túlkað.

Hér er 7 mínútna sýnishorn af hljóðverkinu:

Nokkrar af merkingum hljóðsins :

B (á ensku): bókstafurinn, næstbesta einkunn, varaplan
Be (á ensku): að vera
Bee (á ensku): hunangsfluga
By (á norsku): borg, bær
Bí (á íslensku): það sem fuglarnir segja, það sem vélar og tæki segja
Bí (á íslensku): út fyrir skipsborð / til andskotans (samanber: allt fyrir bí)
Bý (á íslensku): að búa
بي (á arabísku): minn/mitt/mín, inn í mér, í gegnum mig

bbbbbbbbb

bbbbbbb

Verkið er tilvistarspurning/yfirlýsing/skráning sem fæddist eftir samveru með Shakespeare.

Ljósmyndirnar tók Logi Bjarnason.bbbbbb