Skóflustungutúrinn 2008

Skóflustungutúrinn 2008 var gjörningur, framkvæmdur af listhópnum Kjánsku, sem fór fram í sex þorpum í kringum Ísland, sumarið 2008. Verkið samanstóð af sex skóflustungum með tilheyrandi ræðuhöldum, handaböndum, kampavíns drykkju og hlátrasköllum sem framkvæmdar voru af einni og sömu manneskjunni. Skóflustungurnar voru teknar fyrir alskyns iðnað sem gæti komið niðurdrabbaðri landsbyggðinni til bjargar.

Hér er örmyndband af gjörningunum sem hefst á sjónvarsfrétt RÚV af uppákomunum:

Skóflustungutúrinn 2008 var sýndur á samsýningu haustið 2008. Þá sem sex rása myndband, auk kynningarbæklinga, kynningarplakats, fréttarinnar frá RÚV og ljósmynda af hverjum gjörningi fyrir sig. Styttri útgáfa af verkinu var einnig notuð í bíómyndinni Pólitíkst Bíó #1 sem er eftir sama hóp.

Listhópurinn Kjánska var samstarf þeirra Önnu Bjarkar Einarsdóttur, Magnúsar Þórs Snæbjörnssonar og Steinunnar Gunnlaugsdóttur. Það vann hin ýmsu verk á árunum 2006 til 2008.