Klefi

Ljósmynd prentuð á gler og innsetning. Sýnt í hótelherbergi númer 425 á Oddsson Hótel í Reykjavík. Ljósmyndin er fundið verk úr umfjöllun Morgunblaðsins um framtíð Níunnar, steinhlaðna hússins á Skólavörðustíg 9. Í umfjölluninni er farið yfir tillögur opinbers starfshóps um hverskonar starfsemi væri ráðlegt – og ekki – að stunda í húsinu. Allt frá byggingu hússins og fram til sumarsins 2016, eða í 142 ár, hafði húsið verið brúkað sem fangelsi, tukthús, fangageymsla, hegningarhús, steinn, prísund, dýflissa, myrkvastofa, svarthol. Þeirri starfsemi er nú lokið í húsinu og var hún færð út úr borginni, í nýtt fangelsi upp á Hólmsheiði.

Á ljósmyndinni sést inn í fangaklefa í gamla fangelsinu og undir henni stendur: Klefi – Þar gæti verið liststarfsemi.

Í Reykjavík, líkt og víða annarstaðar í heiminum, hefur leiguverð rokið upp og almenn húsnæðisekla ríkir. Hús sem áður voru fyrir íbúa eru nú gistiheimili, veitingastaðir eða leigð til ferðmanna í gegnum netsíður. Í stað þess að húsnæði séu byggð fyrir íbúa borgarinnar rísa ný hótel fyrir ferðamenn. Verkið snertir á ferðamannaiðnaðinum, umbreytingu rýma, húnsæðiseklu, stöðu listamanna og listar, fangelsun og lágaðalsvæðingu.

Hér er hljóðlaus upptaka frá sýningunni:

.

athygli vekur
að engir
rimlar eru
fyrir gluggum
í fangaklefunum

glerið
er mjög hert
öryggisgler og
því ekki mögulegt að
brjóta það

þá snúa gluggar
þannig að fangar geta
ekki
séð
yfir
í
aðra
klefa eða deild

.

Fundið ljóð í frétt frá Ríkissjónvarpinu sem fjallaði um opnun fangelsins á Hólmsheiði.

Hér er sýningarskrá frá sýningunni.

Ranghala frá sýningunni, ljósmyndina Nýr klefi, má sjá á síðu þrjú í sýningarskránni. Og hljóðgjörningurinn Á fer fram hér að neðan.

Bæði verkin voru framin í klefum í fangelsinu á Hólmsheiði stuttu áður en það var tekið í notkun.

Sýningin var í röð þriggja einkasýninga sem fóru fram í sama hótelherbergi hver á fætur annari. Sýningarrunan hét Þrju tonn af sandi / Return to sender. Hinir listamennirnir sem héldu hvor sína einkasýningu eru Bryndís Björnsdóttir og Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson.

Sýningin og sýningarrunan var hluti af OH verkefninu. Nánar um það hér.