Lýðræðið er Pulsa – (Myndband)

Democracy is a Hot-Dog 0

Lýðræðið er Pulsa er vaxandi verkefni sem hófst vorið 2009 með myndbandi og innsetningu sem var sýnt í Háskóla Íslands.

Myndbandið er satíra um lýðræði og hið meinta frelsi sem felst í kosningum. Þjóðarréttur Íslending , PULSAN, er myndgerfingur lýðræðisins, pulsasalan Bæjarins Bestu er kjörklefinn og kosningarnar eru val þegnsins/borgarans á sósum og steiktum eða hráum lauk. Sjálf pulsan er hinsvegar ekki val – hana skulu allir gleypa, sjálfviljugir eða með valdi.

Myndbandið verður sýnt á hverjum alþingiskosnigardegi Íslendinga.

Hér eru nokkrar stillur úr myndbandinu:

Democracy is a Hot-Dog 1

Democracy is a Hot-Dog 2

Democracy is a Hot-Dog 3

Democracy is a Hot-Dog 4

Democracy is a Hot-Dog 5

Democracy is a Hot-Dog 6

Democracy is a Hot-Dog 7

Democracy is a Hot-Dog 8

Democracy is a Hot-Dog 9

Democracy is a Hot-Dog 10Handrit og leikstjórn: Steinunn Gunnlaugsdóttir. Aðstoðar leikstjórn: Almar Erlingsson. Myndataka og klipping: Steinunn Gunnlaugsdóttir og Almar Erlingsson. Hljóðið var unnið í samstarfi með tveimur kórum: Anarkistakór Reykjavíkur og Hljóðakór Nýlistasafnsins, sem kölluðu nokkur af helstu hugtökum lýðræðisins eins og frelsi, þjóðin og kjósa.

Leikona í seinustu tveimur senunum: Sunneva Ása Weisshappel.

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Haukur Hilmarsson, Almar Erlingsson og Arnar Már Þórisson léku í tveimur senum.

Myndbandið er 09:18 mínútur.

Hér má finna link á uppsetningu verksins í Háskóla Íslands árið 2009:

Democracy is a Hot Dog (Installation #1)

Frá sýningunni í Nýló 2013:

X Hot Dog (Democracy is a Hot Dog – Installation #2)

Gjörningi í Berlín árið 2013:

Democracy is a Hot Dog (Performance)

Klippimynd í Stúdentablaðinu árið 2009:

Democracy is a Hot Dog (Publications)