MannauðsMountain

Skúlptúrinn, MannauðsMountain, varpar fram samtíma veruleik hins undirskipaða vinnandi manns og vinnusiðferðinu sem slær samfélagstaktinn.

Skúlptúrinn samanstendur meðal annars af brotum úr texta lagsins Work Bitch með Britney Spears, grænni baun fyrir prinsessur og baunagrassklifrara, ljósaskilti, stáli, nokkrum þeirra efna sem skapa húsakynni meðal Jóns og Gunnu, og spegli sem trónir á toppnum.

MannauðsMountain vísar beint í Mountain, verk Sigurðar Guðmundssonar frá áttunda áratugnum, þar sem hann túlkaði stöðu og tilveru verkamannsins með ljósmynd af sér sjálfum liggjandi undir hrúgu af slitnum skóm, bókum og brauði.Work 2Bitch 2Get toGraen baun naerbuxurWork og rúmWork rautt

Skúlptúrinn var afhjúpaður 11. október 2014 í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins á Nýlendugötu 17a í Reykjavík. Hann er sjálfstæður hluti af sýningarhalarófunni Ef til vill sek eftir Steinunni og Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson sem fór fram á mismunandi stöðum í Reykjavík frá 20. sept til 20. október 2014.

Sérstakar þakkir:

Myndhöggvarafélagið

Myndlistarsjóður

Tómas Ponzi