Stattu þig stelpa á Næturvarpi RÚV

Gjörningamyndbandið Stattu þig stelpa verður sýnt í tvígang á Næturvarpi RÚV; Náin rafræn kynni.
Hér er boðskort:
Þér er boðið til myndlistarsýningar í sjón­varp­inu þínu, allar nætur frá 8. til 22. febrúar. Frá dagskrár­lokum til dagrenningar verður Næturvarp: Náin rafræn kynni á RÚV. Þetta úrval myndbandsverka leikur sér að því nána sambandi sem ríkir milli sjónvarps­útsending­ar­inn­ar og áhorf­and­ans, allt í skjóli vetrar­myrk­ur­sins.
Dagrún Aðalsteinsdóttir, Helena Aðalsteinsdóttir, Rosa Aiello, Uri Aran, Peggy Ahwesh, Sadie Benning, Chris Burden, Xavier Cha, Keren Cytter, Zackary Drucker, Mariah Garnett, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Steinunn Gunn­­laugsdóttir, Elín Hansdóttir, Camille Henrot, Emma Heiðarsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Loji Höskuldsson, Selma Hreggviðsdóttir, Stanya Kahn, Anna K.E., Ragnar Kjartansson, Kristján Loðmfjörð, Sara Magenheimer, Florian Meisenberg, Nicole Miller, Rosalind Nashashibi, Habby Osk, Agnieska Polska, Elizabeth Price, Laure Prouvost, Rachel Rose, Aïda Ruilova, Carolee Schneemann, Mary Simpson, Cally Spooner og Erika Vogt.
Sýningarstjóri er Margot Norton sýningarstjóri, New Museum, New York.
Nætuvarp er unnið í samstarfi við listamennina, RÚV og Kling & Bang gallerí.
Hægt að sjá þetta á RÚV í gegnum hlaðvarpið alþjóðlega og í gegnum sarpinn.