Stattu þig stelpa

Smágerðir dauðar eða drep í lífi eins eða sérhvers mans – þó aldrei sýnileg sár né ör.Stattu þig stelpa skjáskotStattu þig stelpa er 18 mínútna gjörningamyndband. Heitið á fyrirbærinu, gjörningamyndband, lýsir órjúfanlegum samruna upptökuvélarinnar og þess er fremur gjörninginn. Gjörningurinn var framinn í einrúmi. Eftir stendur þó sjónarhorn vélarinnar á það sem fram fór, myndband sem er ekkert klipp heldur hrátt og ósnert frá upphafi til enda.

Myndbandið hefst á því að einhver grípur um upptökuvélina og hleypur af stað. Við það verður sjónarhorn vélarinnar að sjónarhorni manneskjunnar – móður andardráttur, flugnasuð og hlaupandi fætur innan um gróðurvaxið en niðurnýtt manngert umhverfi á stanslausri hreyfingu skapar sjóriðukenndar og ógnandi aðstæður. Inní hálfhrundum húsum, brunnum eða fullum af rusli og mannaskít stoppar manneskjan reglulega hlaup sín, leggur myndavélina frá sér og gengur inn í rammann. Þetta er dökkhærð kona í hvítum stuttermabol og svörtum buxum. Andlit hennar, hár og föt eru nær alblóðug. Hún kemur sér fyrir inní rammanum í stellingu sem gefur til kynna að hún sé annaðhvort dáin eða illa særð. Eftir þó nokkurn tíma í stellingunni stendur hún upp, grípur um myndavélina (sem öðlast þá aftur sjónarhorn hennar) og hleypur aftur af stað – líkt og í óráði og endurtekur sífelt leikinn.

Stattu þig stelpa skjáskot

Verkið var sýnt þrjár haustnætur frá kl. 23 til 06 í glugga sýningarrýmisins Harbinger á Freyjugötu 1.

Stattu þig stelpa - mynd frá sýninguStattu þig stelpa - frá sýningu