Interview (in Icelandic) with Steinunn and Snorri Páll about the exhibition EF TIL VILL SEK

Snorri Pall Jonsson Ulfhildarson and Steinunn GunnlaugsdottirEf til vill sek Snorri Páll og Steinunn segja líkamleika einkenna það hvernig þau nálgast nokkur grundvallarhugtök vestrænnar menningarsögu; sekt, refsingu og vinnu, í verkum sínum. Mynd: Sigtryggur Ari.

Hér að neðan fer smábútur úr viðtali DV, sem var tekið haustið 2014, við Steinunni Gunnlaugsdóttur og Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson vegna sýningahalarófunnar EF TIL VILL SEK – sem hófst 20. september sl. og lauk 20. október:

„En af hverju þessi áhersla á vinnuna, hvernig tengist hún hugmyndunum um sekt og refsingu?

SP: Það er orsakasamhengið: glæpur er framinn og refsingin er vinnan. Sagan segir að maðurinn hefði aldrei þurft að vinna hefði hann ekki óhlýðnast guði. En burtséð frá Biblíusögunum þá fæðumst við óforspurð í þennan heim en höfum svo ekkert val um annað en að vinna til þess að sinna tilveru okkar án þess að „leiðast út á braut glæpa,“ eins og það er kallað. Vinnan er því refsing við þeim glæp að verða til en á sama tíma leið til að forðast frekari refsingu – flókið ástand milli steins og sleggju.

S: Vinnan er nokkurs konar tilraun til að halda sér á floti og forða sér frá því að verða glæpamaður – eða með öðrum orðum: sá sem hefur ofan af fyrir sér með hætti sem almennt er ekki samþykktur.

SP: Í þessu ástandi verður vinnan svo oft að dyggð eða markmiði í sjálfu sér, frekar en að hún sé mögulegt tæki til notkunar á leiðinni að öðru og stærra markmiði.“

Viðtalið má lesa í heild sinni HÉR.